Silfurleikar ÍR

0
336

Fimm strákar fóru frá HSÞ á Silfurleikana staðráðnir í að bæta sinn persónulega árangur í sínum greinum á þessu aldursári.  Alls kepptu þeir í 15 greinum og náðu að bæta sinn persónulega árangur eða jafna hann í 9 þeirra. Allir náðu að bæta sig í einhverri grein. Að auki náðu þeir sér í þrjú verðlaunasæti.

Ari Ingólfsson, Unnar Þór Hlynsson, Eyþór Kári Ingólfsson, Jón Alexander Athúrsson og Hilmir Smári Kristinsson
Ari Ingólfsson, Unnar Þór Hlynsson, Eyþór Kári Ingólfsson, Jón Alexander Athúrsson og Hilmir Smári Kristinsson

 

Jón Alexander Arthúrsson vann kúluvarp í flokki 13 ára pilta með kasti upp á 12,04. Eyþór Kári Ingólfsson varð annar í hástökk 15 ára pilta, stökk 1,67 m.  Unnar Þór Hlynsson einnig 15 ára varð í 3. sæti í 60 m. hljóp á tímanum 7,90 sek.

Lesa má nánar um Silfurleikanna á vef HSÞ