Fimm strákar fóru frá HSÞ á Silfurleikana staðráðnir í að bæta sinn persónulega árangur í sínum greinum á þessu aldursári. Alls kepptu þeir í 15 greinum og náðu að bæta sinn persónulega árangur eða jafna hann í 9 þeirra. Allir náðu að bæta sig í einhverri grein. Að auki náðu þeir sér í þrjú verðlaunasæti.

Jón Alexander Arthúrsson vann kúluvarp í flokki 13 ára pilta með kasti upp á 12,04. Eyþór Kári Ingólfsson varð annar í hástökk 15 ára pilta, stökk 1,67 m. Unnar Þór Hlynsson einnig 15 ára varð í 3. sæti í 60 m. hljóp á tímanum 7,90 sek.
Lesa má nánar um Silfurleikanna á vef HSÞ