Sigurjón áritar Blekkingu í bókabúðinni

0
82

N.k. laugardag þann 1. desember mun húsvíkingurinn Sigurjón Pálsson rithöfundur árita nýjustu bók sína Blekkingingu í Bókaverslun Þórarins Stefánssonar á Húsavík.

Sigurjón Pálsson

 

Ekki nóg með það heldur mun Torgarabræðurnir  Ármann, Bjarni, Höskuldur og Toggi taka nokkur lög. Dagskráin hefst kl. 13:30 og Sigurjón áritar svo bækur sínar til kl. 15:00. Sigurjón er nú þegar landsfrægur fyrir fyrstu bók sína Klæki sem kom sá og sigraði hin íslensku glæpasagnaverðlaun Blóðdropann á þessu ári.

Bókin verður því framlag Íslands í norrænu glæpasögusamkeppnina Glerlykilinn á næsta ári.

Blekking

Blekking!

Nýjasta bók Sigurjóns, Blekking gerist að stórum hluta á Húsavík og í næsta nágrenni og er æsispennandi frásögn.

Við hlökkum til að sjá sem flesta á laugardaginn.

Bókaverslun Þórarins Stefánssonar og Draumsýn bókaforlag.

(Fréttatilkynning)