Sigmundur leiðir lista Farmsóknarflokksins í norðausturkjördæmi

0
70

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson mun leiða lista Framsóknarflokksins í norðausturkjördæmi. Þetta varð ljóst núna rétt áðan þegar niðurstöður úr kosningu um fyrsta sæti listans lágu  fyrir á kjördæmisþingi Framsóknarflokksins sem stendur yfir í Reykjahlíð í Mývatnssveit.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Sigmundur fékk   220 atkvæði  í 1. sætið eða 62,8 % Höskuldur fékk  123 atkvæði í 1. sætið eða 35,14  %

Höskuldur Þórhallson fékk örugga kosningu í 2.sætið og Líneik Anna Sævarsdóttir fékk örugga kosningu í 3. sætið.

Kosið verður um 7 efstu sæti listans á kjördæmisþinginu í dag. Greint verður frá þeirri kosningu hér á 641.is þegar líður á daginn.