Sigmundur Davíð vill leiða lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi

  0
  30

  Framsóknarmenn í Norðausturkjördæmi héldu aukakjördæmisþing í Skjólbrekku í Mývatnssveit í dag. Tillaga um að óska eftir flokksþingi Framsóknarflokksins í haust var naumlega felld. Á þinginu sagðist Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður flokksins ætla að gefa kost á sér til þess að leiða lista flokksins í kjördæminu fyrir komandi kosningar í haust.

  Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
  Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

   

  Núverandi þingmenn Framsóknarflokksins í kjördæminu ætla allir að gefa kost á sér áfram og Höskuldur Þórhallsson ætlar að bjóða sig fram til forystustarfa fyrir flokkinn í kjördæminu

  Þá var ákveðið að halda tvöfalt Kjördæmisþing 17. september í Mývatnssveit og þar verður ákveðið hverjir skipa lista framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi fyrir kosningarnar í haust.