Sigmundur Davíð sprengir

0
65

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, mun á föstudaginn  setja með formlegum hætti í gang framkvæmdir við Vaðlaheiðargöng,  þegar hann ýtir á hnappinn og sprengir svokallaða viðhafnarsprengju við jarðgangagerðina. Sprengingin er áætluð milli kl. 14 og 15. Frá þessu segir á vef Vikudags á Akureyri.

Verktaki ber ábyrgð á öllum öryggismálum á staðnum.  Því skal ráðfæra sig við Jón Leví, staðastjóra Ósafls s:6934223, um hvaða stað er öruggt að stilla upp myndavélum og hvar er óhætt að leggja bílum. Sérstaklega er óskað  eftir því að bílum sé ekki lagt í vegkanti Hringvegarins. Þá er skylda að nota hjálma og sýnileikafatnað inn á vinnusvæði Ósafls. Sprenging muni heyrast til Akureyrar. Því er fólk beðið um að gera sér ekki ferð á svæðið af þessu tilefni en af öryggisástæðum þá þarf að takmarka fjölda þeirra sem verða viðstaddir þessa fyrstu sprengingu. Þá má einnig búast við töfum á umferð á þjóðvegi 1 við Vaðlaheiði milli kl. 14-15.

Borinn að athafna sig. Mynd af facebook-síðu Vaðlaheiðarganga.
Borinn að athafna sig. Mynd af facebook-síðu Vaðlaheiðarganga.

 

Opnaður hefur verið upplýsingavefur um gerð Vaðlaheiðarganga www.vadlaheidi.is þar sem hægt er að fylgjast með gangnagerðinni. Það kemur ma. fram að kynningarblað um Vaðlaheiðargöng “Í GEGNUM HEIÐINA” verður dreift á öll heimili á starfsvæði Eyþings og hér er hægt að nálgast pdf útgáfu af blaðinu.