Sigmundur Davíð leiðir Framsóknarmenn í Norðausturkjördæmi – Höskuldur tekur ekki sæti á listanum

0
347

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, hlaut yfirburða kosningu í 1. sæti á lista Framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi, en tvöfallt kjördæmisþing var haldið í dag í Skjólbrekku í Mývatnssveit. Sigmundur fékk 170 atkvæði í kosningunni um fyrsta sætið, Þórunn Egilsdóttir fékk 39 atkvæði, Höskuldur Þór Þórhallsson fékk 24 atkvæði og Líneik Anna Sævarsdóttir fékk 2 atkvæði. Þegar úrslit voru ljós lýsti Höskuldur því yfir að hann tæki ekki sæti á listanum. Þórunn Egilsdóttir varð því sjálfkjörinn í annað sæti listans þar sem Líneik gaf ekki kost á sér í það sætið.

Sigmundur, Þórunn, Líneik, Sigfús og Margrét
Sigmundur, Þórunn, Líneik, Sigfús og Margrét

Líneik hreppti þriðja sætið og hlaut hún 67 prósent atkvæða í í annarri umferð kosninga á milli hennar og Sigfúsar Karlssonar. Sigfús bar svo sigurorð af Hjálmari Boga Hafliðasyni í kosningu um fjórða sætið. Margrét Jónsdóttir frá Fitjum í Þingeyjarsveit, var þá ein eftir í framboði í fimmta sæti listans og var því sjálfkjörinn.

Fimm efstu sætin skipa því.

1. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
2. Þórunn Egilsdóttir
3. Líneik Anna Sævarsdóttir
4. Sigfús Karlsson
5. Margrét Jónsdóttir