Sigdældir sjást suðaustan við Bárðarbungu

0
78

Vísindamenn hafa orðið varir við breytingar í norðvestanverðum Vatnajökli. Farið var í vísindamannaflug með TF-SIF yfir jökulinn í dag. Markmiðið með ferðinni var að greina frekar svæðið þar sem jarðskjálftahrinan hefur verið undanfarna daga. Í fluginu sáust grunnir sigkatlar og sprungur 4 – 6 km langar við suðaustanverða Bárðarbungu. Þarna er um 400 til 600 metra þykkur ís. Svæðið er við vatnaskil Jökulsár á Fjöllum og Grímsvatna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum nú í kvöld.

ríkislögreglustjóri almannavarnir

Vísindamenn eru að funda um atburðinn og áætlað er að fljúga aftur yfir svæðið í fyrramálið. Engin merki eru gosóra. Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð hefur verið virkjuð vegna þessara atburða.