Síðustu sýningar á Brúðkaupi um helgina

0
247

Sýningum Leikdeildar Eflingar á Brúðkaupi eftir Guðmund Ólafsson, í leikstjórn Völu Fannel og í tónlistarstjórn Jaan Alavere, fer nú fækkandi á Breiðumýri. Aðeins eru þrjár sýningar eftir og verða þær allar um komandi helgi 30. og 31. mars.

17. sýning – laugardaginn 30. mars kl. 15:00 – UPPSELT
Aukasýning – laugardaginn 30. mars kl. 18:30.
Lokasýning – sunnudaginn 31. mars kl. 20:30.

Lokasýningin er jafnframt styrktarsýning fyrir Arnar Frey Ólafsson, ungan mann í Þingeyjarsveit sem barist hefur við krabbamein.

Miðapantanir á leikdeild@leikdeild.is eða í síma 618-3945