Síðustu Hálfvitatónleikar ársins fyrir norðan

0
52

Haustið er komið vel á veg og allir farfuglarnir flognir suður á bóginn til grænni landa. Helgina 9. og 10. nóvember hyggjast Ljótu hálfvitarnir gera þveröfugt, nefnilega keyra norður á bóginn til grænni hatta og leika þar nokkur lög sem þeir hafa verið að dunda sér við að æfa síðustu sex árin.Sum þeirra eru splunkuný og a.m.k eitt þeirra hefur aldrei verið leikið í fjórðungnum.

 

 

 

 

 

 

Hálfvitarnir hafa gjarnan spilað á heimaslóðum í Þingeyjarsýslu í kringum áramótin, en að þessu sinni verður ekkert af slíkri spilamennsku. Tónleikar helgarinnar á Græna hattinum verða því þeir síðustu sem hljómsveitin heldur
á Norðurlandi á árinu.

Að vanda byrjar spilamennskan um tíuleytið en miðasalan opnar klukkutíma fyrr.

Forsala er Í Eymundsson á Akureyri og á Miði.is.    Fréttatilkynning