Sex 46″ dekk á breyttum bíl Stefáns í Mývatnssveit

0
376

Björgunarsveitin Stefán í Mývatnssveit sótti á dögunum Ford Econline bifreið sína sem verið hefur í breytingum undanfarið hjá fyrirtækinu Icecool ehf. á Selfossi. Fordinn var keyptur nýr til sveitarinnar árið 2004 og sama ár var honum fyrst breytt og settur á 44“ dekk.

Stefán Mývatnssveit
Mynd: landsbjorg.is

Nú er búið að koma fyrir þriðju hásingunni ásamt fleiri endurbótum og bílinn kominn á 6×46“ dekk.

Laugadaginn 14.nóvember sl. var ekið norður yfir Kjöl þar sem búnaðurinn var prufukeyrður og kom afburða vel út.

Landsbjörg.is