Sérkenni veðurfars í S-Þing

0
140

Miklar andstæður frá fjöru til fjalla.

Áður auglýstur fyrirlestur Einars Sveinbjörnssonar um veðurfar í Þingeyjarsýslu sem vera átti þann 11. september s.l. verður í Dalakofanum á Laugum þriðjudagskvöldið 2. október klukkan 20:00.
Erindið er hið fyrsta í röð nokkurra fræðsluerinda sem flutt verða í vetur á vegum Urðarbrunns undir heitinu Vísindi á virkum degi.

Einar Sveinbjörnsson ásamt nemendum Litlulaugaskóla.

 

 

 

 

 

 

 

Þá má benda áhugafólki um veðurfar á að á heimsíðu Þingeyjarskóla á Litlulaugum; www.litlulaugaskoli.is er að finna flipa sem ber heitið Veðurstöð. Þar er að finna ýmsar upplýsingar um veðurfar á Laugum.

Aðgangur að erindi Einars er ókeypis og heitt verður á könnunni. Allir hjartanlega velkomnir á meðan húsrúm leyfir.