Selur sést í Skjálfandafljóti – Myndband

Algeng sjón á vorin

0
441

Selur sást velta sér um á lítilli sandeyri í Skjálfandafljóti og synda síðan niður eftir fljótinu rétt neðan við Skjálfandafljótsbrúna við Ófeigsstaði, fyrir fáeinum dögum síðan. Ingi þór Halldórsson tók eftir selnum þegar hann átt leið yfir brúna snemma að morgunlagi og náði að taka stutt myndband af selnum á símann sinn.

Að sögn Vésteins Garðarssonar bónda á Vaði gerist það á hverju vori að selir syndi upp Skjálfandafljót og alveg upp að Grænhyljum, sem er í rúmlega 20 kílómetra fjárlægð frá ósum Skjálfandafljóts.

Selir sjást einnig síðsumars í Skjálfandafljóti en það er þó algengara að þeir venji komu sínar í fljótið að vorlagi og þá væntanlega í ætisleit. Oftast eru þetta kópar frá árinu áður sem synda upp fljótið en fullorðnir selir hafa einnig sést í fljótinu.

Steingrímur bætti því við að stangveiðimaður taldi sig hafa séð sel upp í Barnafelli sem er töluvert lengra frá sjó er Grænhyljir, en það er þó óstaðfest.

Myndbandið má skoða hér fyrir neðan.

Myndband: Ingi Þór Halldórsson.