Seðlarnir reyndust ófalsaðir

0
225
Tómas Veigar Sigurðarson skrifar:

Sagt var frá því á rúv.is sl. föstudag að nokkrir danskir 50 krónu seðlar hefðu verið gerðir upptækir hjá Íslenskri fjölskyldu sem stödd var í verslunarmiðstöð í Vejle í Danmörku, vegna gruns um að þeir væru falsaðir. Fjölskyldan sem var í sumarfríi í Danmörku, ætlaði að greiða ma. fyrir föt í fatabúð og fannst afgreiðslukonunni í fatabúðinni seðlarnir undarlegir viðkomu og kallaði til lögreglu. Lögreglan gerði seðlanna upptæka, en leyfði fjölskyldunni að fara eftir símtal við Sparisjóðsstjóra Suður-Þingeyinga sem staðfesti að seðlarnir kæmu úr Sparisjóðnum og umrædd fjölskylda væri ekki peningafalsarar.

50 krónur danskar
Danskur 50 krónu seðill

Dv.is greinir frá því nú í kvöld að lögreglan í Vejle hefur nú staðfest að allir seðlarnir reyndust vera ófalsaðir og verður þeim skilað til fjölskyldunnar innan 14 daga. Um var að ræða sex 50 krónu seðla, sem samsvarar um 6.000 íslenskum krónum.

Í Sparisjóði Suður-Þingeyinga er til sérstakur búnaður sem getur greint á milli ekta seðla og falsaðra og því er ljóst að óhætt er að treysta búnaði Sparisjóðsins og þeim gjaldeyri sem þar er til.

Lesa nánar á dv.is