Samþykktu frum­varp um raflín­ur að Bakka

0
92

Rík­is­stjórn­in samþykkti í morg­un frum­varp þar sem kveðið er á um heim­ild fyr­ir Landsnet til að reisa og reka raflín­ur milli Þeistareykja­virkj­un­ar og iðnaðarsvæðis­ins á Bakka. Leggja á frum­varpið fyr­ir þingið fljót­lega, en sam­kvæmt Sig­urði Má Jóns­syni, upp­lýs­inga­full­trúa rík­is­stjórn­ar­inn­ar, er með frum­varp­inu verið að bregðast við þeirri stöðu sem uppi er og þeim áskor­un­um sem hafi komið fram, meðal ann­ars frá sveit­ar­fé­lög­um á svæðinu. Frá þessu segir á mbl.is í dag

Bakki - Framkvæmdasvæði
Bakki – Framkvæmdasvæði

Úrsk­urðanefnd um­hverf­is- og auðlinda­mála stoppaði lagn­ingu raflín­unn­ar og raflínu að Kröflu­virkj­un með úr­sk­urði sín­um í ág­úst. Vildi nefnd­in að kær­ur Land­vernd­ar yrðu fyrst tekn­ar fyr­ir í nefnd­inni áður en fram­kvæmda­leyfi yrðu gef­in út.

Sveit­ar­fé­lög á svæðinu og for­svars­menn Landsnets og kís­il­vers­ins á Bakka hafa lýst yfir áhyggj­um vegna ástands­ins og þeirra sein­kunna sem gætu orðið.

Eft­ir er að kynna málið fyr­ir þing­flokk­um, en í fram­hald­inu verður málið lagt fyr­ir Alþingi. mbl.is