Samþykkt tímabundið að laun sveitarstjórnarfulltrúa haldist óbreytt

0
101

Á 204. fundi sveitarstjórnar þingeyjarsveitar sem haldinn var í gær var samþykkt tímabundið að laun sveitarstjórnarmanna haldist óbreytt eins og þau voru þann 28. október síðastliðinn eða áður en úrskurður Kjararáðs nr. 2016.3.001 var kveðinn upp. Sama gildir um laun fulltrúa í nefndum sem taka mið af þingfararkaupi.

Þessi samþykkt skal standa þar til Alþingi hefur haft tækifæri til að bregðast við úrskurði Kjararáðs, en þó eigi lengur en til 31. desember nk. Bregðist Alþingi ekki við úrskurðinum mun sveitarstjórn taka málið fyrir að nýju. Þessi tillaga var samþykkt með sjö atkvæðum. Þetta kemur fram í fundargerð 204. fundar sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar.

Tillaga Ragnars Bjarnasonar fulltrúa T-listans um að laun kjörinna fulltrúa Þingeyjarsveitar verði miðuð við kjarasamning Skólastjórafélags Íslands og launanefndar sveitarfélaga frekar en Þingfararkaup, var felld með fimm atkvæðum fulltrúa A lista gegn tveimur atkvæðum fulltrúa T lista.

204. fundur