Á dagskrá 258. fundar sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar sem haldinn verður á morgun, fimmtudag, er liður sem kallast skipun í “samstarfsnefnd um sameiningarmál” og er það fyrsti liður á dagskrá fundarins.
Sveitarstjórn Skútustaðahrepps heldur einnig fund á morgun á sama tíma og fyrsti liðurinn á dagskrá á þeim fundi er kallaður “Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaga“.
Sameining Skútustaðahrepps og Þingeyjarveitar virðist því samkvæmt þessu vera komin á dagskrá.
Búast má við að fundargerðir frá fundunum verði komnar inn á vefi þeirra síðdegis á morgun.