Samningur við Erni endurnýjaður

Miðinn kostar 10.300 frá 1. janúar 2019

0
248

Framsýn hefur gengið frá nýjum samningi við Flugfélagið Erni um afsláttarkjör fyrir félagsmenn sem fljúga milli Húsavíkur og Reykjavíkur. Samningurinn felur í sér að Framsýn í umboði aðildarfélaga Skrifstofu stéttarfélaganna kaupir 4800 flugmiða sem jafngildir um árs notkun félagsmanna á flugmiðum þar sem um 400 félagsmenn fljúga í hverjum mánuði á stéttarfélagsfargjaldinu að meðaltali.

Vegna verðlagsbreytinga og aukins kostnaðar í rekstri flugfélagsins náðist ekki að viðhalda óbreyttu verði sem verið hefur frá árinu 2015. Þess í stað hækka miðarnir til félagsmanna í kr. 10.300 per ferð. Þrátt fyrir það er um að ræða mjög gott verð en þess ber að geta að miðarnir eru seldir á kostnaðarverði hjá stéttarfélögunum.

Nýju miðarnir koma í sölu 1. janúar 2019.