Samgönguminjasafnið er Opið

0
139

Eftir að aurskriðurnar féllu við Ystafell hefur aðsókn að Samgönguminjasafninu dottið nánast alveg niður, enda voru merkingar á Krossvegamótum og á netinu  þannig, að allur akstur var bannaður. Fréttaritari heimsótti Sverri Ingólfsson  í Samgönguminjasafnið og auðvitað er safnið opið eins og alltaf frá kl.10:00 til 20:00. Safnið og Lækjarfell telst ekki vera á hættusvæði þannig að fólki er alveg óhætt að fara og skoða safnið. Nýjustu bílarnir hjá Sverri eru, Ford model Y árg. 1935 í eigu Bjarna Valdimarssonar í Reykjavík. Þetta voru litlir breskir 4 manna alþýðubílar og komu á undan Ford Junior sem urðu algengir hér á landi. Þá er einnig nýkominn Willys árg.1947 í eigu Hjalta Jóhannessonar, Willys var mjög algengur til sveita hér á árum áður. Nú eru bíladagar á Akureyri framundan og þá munu nokkrir bílar fara frá Sverri þangað til sýningar.

Ford model Y árg. 1935
Ford model Y árg. 1935

 

 

 

 

 

 

 

Ford model Y að innan.
Ford model Y að innan.

 

 

 

 

 

 

 

Willys árg.1947 og Sverrir Ingólfsson, sem veit ALLT um bílana á safninu.
Willys árg.1947 og Sverrir Ingólfsson, sem veit ALLT um bílana á safninu.