Sam Neill með aðalhlutverkið í endurgerð Hrúta

0
434

Nýsjálenski leikarinn Sam Neill mun leika aðalhlutverkið í endurgerð Íslensku kvikmyndarinnar “Hrúta” en tökur hófust í Westur Ástralíu “Great Southern region” í október. Frá þessu segir á vefnum Variety.com.

Sam Neill er heimsþekktur kvikmyndaleikari, en hans þekktustu hlutverk voru í Jurassic ParkThe Piano og The Horse Whisperer svo að eitthvað sér nefnt.

Leikstjóri “Rams” heitir Jeremy Sims og er hann Ástralskur. Frumsýna á myndina árið 2019.

Kvikmyndin Hrútar, sem tekin var upp í Bárðardal 2014-15, fjallar um tvo bræður sem búa hlið við hlið en hafa ekki talast við í 40 ár. Þegar riðuveiki greinist hjá öðrum þeirra neyðast þeir til þess að vinna saman.

Sam Neill í sinni þekktustu kvikmynd Jurassic Park