Sam­komu­lag um fjár­mögn­un kísilmálmverksmiðju á Bakka

0
163

Bakk­astakk­ur slhf. hef­ur und­ir­ritað sam­komu­lag við PCC SE um þátt­töku í fjár­mögn­un á kís­il­málm­verk­smiðju á Bakka við Húsa­vík. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá PCC Bakk­iSilicon hf. Eig­end­ur Bakk­astakks eru á ann­ar tug­ur líf­eyr­is­sjóða ásamt Íslands­banka. Frá þessu er sagt á mbl.is

Bakki-Bakkahöfði.
Bakki-Bakkahöfði.

Sam­kvæmt til­kynn­ing­unni hef­ur verk­efnið verið full­fjár­magnað en heild­ar­fjárfest­ing vegna verk­smiðjunn­ar nem­ur um 300 millj­ón­um doll­ara eða á fjórða tug millj­arða króna. Verk­efnið er fjár­magnað að stór­um hluta með er­lendu láns­fé frá leiðandi þýsk­um banka.

 

 

Fjórðung­ur fjár­fest­ing­ar­inn­ar kem­ur frá Bakk­astakki í formi láns­fjár­mögn­un­ar og for­gangs­hluta­fjár í PCC Bakk­iSilicon hf., fé­lag­inu sem stofnað hef­ur verið utan um verk­efnið. Fjár­mögn­un­in er háð ýms­um skil­yrðum.

„Stjórn Bakk­astakks og PCC SE lýsa yfir ánægju með áfang­ann en þetta er fyrsta verk­efna­fjár­mögn­un af þess­ari stærðargráðu með þátt­töku er­lends banka á Íslandi um langt skeið. Fram­kvæmd­in styður at­vinnu­upp­bygg­ingu á Íslandi en bú­ast má við að hún skapi um 120 störf. Þá hent­ar fjár­fest­ing­in líf­eyr­is­sjóðunum vel þar sem end­ur­greiðsla henn­ar er til langs tíma í er­lend­um gjald­miðlum og dreif­ir þannig áhættu í eigna­söfn­um þeirra,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni. (mbl.is)