Sálubótartónleikar og Greifaball

0
103

Söngfélagið Sálubót og hinir eldhressu Greifar frá Húsavík munu sameina krafta sína í ógleymanlegri skemmtun  að  Ýdölum  n.k. laugardagskvöld        30. mars.

Söngfélagið Sálubót er 20 ára á árinu og ætlar af því tilefni að halda páskatónleika og dansleik.   Fyrst verða tekin nokkur af uppáhaldslögum Sálubótarmeðlima í gegnum tíðina, og mun Jónas Reynir Helgason syngja einsöng.  Að loknu hléi verður blásið til tónleika á Greifalögum í nýstárlegum útsettningum Jaans Alavere.

Sungin verða Greifalög á þann hátt sem enginn gæti átt von á og er óhætt að segja, að um einstakan tónlistarviðburð sé að ræða, og mun þá koma sérstaklega á óvart flutningur á hinu ódauðlega lagi Útihátíð.

Sálubót 201. myndin fengin hjá kórnum
Sálubót 2011. myndin er fengin hjá kórnum

 

 

 

 

 

 

Eftir tónleika Sálubótar munu  sjálfir Greifarnir spila fyrir dansleik frá  kl. 23:30 – 03:00 og er lofað alveg feikna fjöri. Greifarnir hafa ekki spilað í Ýdölum í um 20 ár.

Hvernig væri nú að drífa sér í Ýdali, hlusta á eitthvað alveg nýtt og skella sér svo í nýburstaða blankskóna og upplifa ekta Ýdalaball og dansa fram á rauða nótt.

greifarnir

 

 

 

 

 

 

 

Miðasala fer fram í anddyrinu að  Ýdölum frá kl.20:00

Miði á tónleika og dansleik kostar 3.800.- kr.

Einnig verður hægt að kaupa miða eingöngu á dansleikinn frá kl.23:00

Miði á dansleikinn kostar 2.800.- kr.

ATH. 18 ára aldurstakmark er á dansleikinn.