Safnakvöld í Þingeyjarsýslum 22.-23. ágúst

0
218

Safnaþing, félag safna, sýninga og setra í Þingeyjarsýslu blæs nú í þriðja sinn til sameiginlegrar síðsumardagskrár undir heitinu Safnakvöld í Þingeyjarsýslu. Að þessu sinni nær dagskráin yfir lengri tíma en eitt kvöld, hún hefst með fyrirlestrum í Sauðaneshúsi á laugardaginn og líkur með kvöldopnun sýninganna á sunnudagskvöldinu.

Grenjaðarstaður Mynd: Ute Braunert
Grenjaðarstaður Mynd: Ute Braunert

 

Sýningarflóra í Þingeyjarsýslu er fjölbreytt og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi á þeim 13 sýningum sem bjóða heim á safnakvöldi.  Í ár er sérstök áhersla á sýningar í Norður-Þingeyjarsýslu og boðið er upp á safnarútu frá Húsavík út á Langanes á sunnudeginum. Lagt verður upp í rútu frá Húsavík kl. 10:00. Sýningarnar sem heimsóttar verða eru: Gljúfrastofa í Ásbyrgi, Skjálftasetrið á Kópaskeri, Byggðasafn-Norðurþingeyinga á Snartarstöðum,  Forystufjársetur í Þistilfirði og Sauðaneshús á Langanesi.

 

Á dagskránni er fjöldi fróðlegra fyrirlestra, lifandi tónlist, eldsmíði, hrosshársspuni, sérsýningar og sýningarspjall við listamenn. Á öllum sýningarstöðum verður heitt á könnunni og gestum tekið fagnandi.

Úr mörgu er að velja og vonandi finna allir eitthvað við sitt hæfi. Heimboði safnanna er fyrir alla, heimamenn, þeirra gesti  og aðra ferðamenn. Þingeyingar eru sérstaklega hvattir til að taka kvöldið frá og tileinka það sögu og menningu í heimabyggð. Nánari upplýsingar um dagskrána má finna á www.husmus.is

Sauðaneshús
Sauðaneshús
Gamli Barnaskólinn.
Gamli Barnaskólinn.