Safnahúsið á Húsavík Sýningaropnun og fyrirlestur

0
123

28. október kl. 14:00
Sigrún Kristjánsdóttir fyrrv. forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Þingeyinga flytur erindi um gerð sýningarinnar Mannlíf og náttúra – 100 ár í Þingeyjarsýslum. Sýningin hlaut íslensku safnaverðlaunin 2012.

Ein þeirra ljósmynda sem verða til sýnis.

Í umsögn valnefndar segir m.a.:
Að baki sýningarinnar liggur hugmyndavinna hóps einstaklinga sem koma úr ýmsum áttum og leggja til verkefnisins reynslu á sviði ólíkra fræðigreina, lista og hönnunar.

Sú vinna skilaði sér í fjölbreyttri og ferskri nálgun og fleiri sjónarhornum en oft sjást í sýningum af þessum toga.
Það er mat dómnefndar að með sýningunni Mannlíf og náttúra – 100 ár í Þingeyjarsýslum sé sleginn nýr og hressilegur tónn í sýningargerð safna.

Opnun á sýningunni Til gagns og fegurðar Með sýningunni og í samnefndri bók, kynnir Æsa Sigurjónsdóttir listfræðingur og
sýningarhöfundur, rannsóknir sínar á útliti og klæðaburði Íslendinga í ljósmyndum frá 1860 til 1960.
Sýningin er ein af farandssýningum Þjóðminjasafns Íslands
Enginn aðgangseyrir, allir hjartanlega velkomnir