Sauðfjárbændur fara nú að leggja drög að framleiðslu næsta árs. Hið magnaða rit, Hrútaskráin, er komin út á vefnum eins og greint var frá hér á 641.is í liðinni viku. Hún ætti að berast bændum á prenti í þessari viku. Nú liggja fyrir sæðingardagar á starfssvæði Búgarðs og geta því sauðfjárbændur skipulagt sínar sæðingar með tilliti til þess.

Lágmarkspöntun á frjálsum dögum eru 50 skammtar frá hvorri stöð. Birgitta Lúðvíksdóttir tekur á móti pöntunum. Helst viljum við fá þær í tölvupósti á netfangið birgitta@bugardur.is eða í síma í 460-4477. Fyrirvari er hafður á afhendingartíma á Búgarði eftir því hvernig flugáætlanir standast. Frá þessu er sagt á vef Búgarðs.
Líkt og undanfarin ár verður útgáfu Hrútaskrárinnar fylgt eftir með fundum um allt land, þar sem hrútakostur sæðingastöðvanna verður kynntur. Eyjólfur Ingvi Bjarnason, ráðunautur BÍ, mun mæta á alla fundina auk sauðfjárræktarráðunauta á hverju svæði. Á fundunum verður ýmsum viðbótarupplýsingum um hrútakostinn komið á framfæri, farið verður yfir framkvæmd sæðingastarfsins á hverju svæði auk almennrar umfjöllunar um ræktunarstarfið. Hér er að finna yfirlit yfir dag-, tíma- og staðsetningar fundanna.
laugardaginn 24. nóvember verður hrútakosturinn kynntur fyrir Þingeyingum á fundi í Ýdölum Aðaldal kl. 13:00
Eru menn minntir á að panta varahrúta, ef ekki fást skammtar úr þeim hrútum sem valdir eru.
Eftirfarandi sæðingardagar verða í boði.
Til afgreiðslu á Búgarði | |||
1.des | laugardagur | Frjálsir dagar | 15:00 |
2.des | sunnudagur | Frjálsir dagar | 12:00 |
3.des | mánudagur | Frjálsir dagar | 14:00 |
4.des | þriðjudagur | Frjálsir dagar | 15:00 |
5.des | miðvikudagur | Suðurland | 15:00 |
6.des | fimmtudagur | Suðurland | 14:00 |
7.des | föstudagur | Suður og Vesturland | 14:00 |
8.des | laugardagur | Suður og Vesturland | 15:00 |
13.des | fimmtudagur | Suðurland | 14:00 |
14.des | föstudagur | Suður og Vesturland | 14:00 |
15.des | laugardagur | Suður og Vesturland | 15:00 |
19.des | miðvikudagur | Suður og Vesturland | 15:00 |
20.des | fimmtudagur | Suður og Vesturland | 14:00 |
21.des | föstudagur | Suður og Vesturland | 14:00 |