Hinn árlegi ruslatínsludagur Eflingar í Reykjadal, fór fram í gærkvöld. Um 20 Eflingarfélagar tíndu rusl meðfram þjóðvegi 1. bæði sunnan og norðan Lauga. Ruslatínslufólki var síðan boðið í grill við Félagsheimilið Breiðumýri að verki loknu. Tíðindamaður 641.is tók nokkrar myndir af þessu tilefni sem sjá má hér að neðan.


