Rúnar Ísleifsson er skákmeistari Hugins

0
299

Rúnar Ísleifsson vann sigur á skákþingi Hugins á norðursvæði, en mótinu lauk í dag á Húsavík. Rúnar vann Hermann Aðalsteinsson í lokaumferðinni og tryggði sér þar með sigurinn í mótinu með 5,5 vinninga af 7 mögulegum.

Rúnar Ísleifsson
Rúnar Ísleifsson

 

Rúnar er því skákmeistari Hugins á norðursvæði árið 2015 og í annað sinn frá upphafi. Jón Aðalsteinn Hermannsson vann sigur í flokki 16 ára og yngri.

Frá þessu segir á skákhuginn.is vef skákfélagsins Hugins þar sem lesa má nánar um mótið.

Mótið á chess-results