Rúmlega 40 notendur komnir í ljósleiðarasamband í Þingeyjarsveit – Truflanir hjá sjónvarpi Símans

0
165

Búið er að virkja rúmlega 40 notendur við nýjan ljósleiðara sem Tengir hf er að leggja þessa dagana í Þingeyjarsveit. Hluti íbúa í Fnjóskadal, Ljósavatnsskarði og í Kinn eru því komnir í ljósleiðarsamband. Eftir er þó að virkja notendur í Kinn að hluta til. Þessa daganna er verið að ljúka við að “blása” í stofnlagnir í Aðaldal og Reykjadal og er það verk langt á veg komið.

Kapalbálstur í Aðaldal. Mynd af facebooksíðu Tengis

Búið er að leggja allar heimtaugar heim til notenda samkvæmt áætlun 1. áfanga í ljósleiðaravæðingu Þingeyjarsveitar og unnið er að því að tengja heimtaugarnar við stofnlagnir í Aðaldal og Reykjadal.

Ljóst er þó að ekki mun takast að tengja og virkja alla íbúa í Aðaldal og Reykjadal fyrir áramót. Unnið verður að því að klára að tengja og virkja alla þá notendur í 1. áfanga, sem eftir standa um áramót, í janúar.

 

 

Truflanir á sjónvarpsendingum í Þingeyjarsveit

Nokkuð hefur borið á því að truflanir hafi verið á sjóvarpssendingum hjá notendum Símans í Þingeyjarsveit að undanförnu og líka hjá þeim notendum Símans sem eru nýbúnir að tengjast ljóskeiðarkerfinu. Að sögn Gunnars Björns Þórhallssonar hjá Tengi hf. er það líklega vegna þess að bandvídd er ekki næg á milli símstöðva í Þingeyjarsveit og er Míla hf. að vinna að því að auka hana þessa daganna. Líklegt er talið að þetta vandamál verði úr sögunni innan fárra daga.

Verklag Tengis er eftirfarandi.  Nánar hér: Minni-Ljósleiðari-kynning-Ýdalir-21.06.2016

  • Haft er samband við notanda þegar er komið er að því að tengja hann. Eftir það þá þarf notandi að panta sér þjónustu hjá sinni netveitu.

  • Til að geta klárað verkið í einni heimsókn, er ekki gengið frá innanhús hjá notanda fyrr en komin er pöntun frá þjónustuveitu.

  • Í því rými þar sem strengur endar í húsi notenda verður hann settur í tengibox. Staðsetning er sett í samráði við húseiganda. Öll lagnavinna innanhúss eftir það er útseld vinna skv. verðskrá Tengis hf. hvort sem lagning rafmagns að ljósbreytu eða lagning smáspennulagna um húsið.

 

Myndband frá kapalblæstri.