Rotþróin 2014 – málþing um fráveitumál í Mývatnssveit

0
104

Fjöregg heldur málþing um rotþrær og fráveitumál í Skjólbrekku laugardaginn 26. apríl klukkan 11:00 til 17:00. Tilgangur málþingsins er víðtæk fræðsla um fráveitumál, viðtakana Mývatn og Laxá og áhrif á lífríkið. Umræður og framtíðarsýn, hvað geta íbúar, sveitarstjórn, fyrirtæki og skipulagsyfirvöld gert svo frárennslismál verði til sóma og ógni ekki náttúru og lífríki. Söluaðilar kynna einnig lausnir í boði.

Rotþróin 2014

Dagskrá:

RAMÝ- Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn. Dr. Árni Einarsson líffræðingur fjallar um lífríkið í Mývatni, ástand þess í dag, viðtakana Mývatn og Laxá, áhrif fráveitu á lífríkið og fleira því tengt.

Þjóðgarðurinn á Þingvöllum. Birgir Þórðarson heilbrigðisfulltrúi heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Erindi um könnun Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og Þingvallaþjóðgarðs um fráveitur og neysluvatn f.h. samstarfshóps um vatnsverndarsvæði Þingvallavatns um stöðu fráveitna þar.

Birgir stýrir vinnu samstarfshópisins, en þar eru fulltrúar sveitarfélagana við Þingvallavatn, frá þjóðgarðinum og Heilbrigðiseftirliti Suðurlands. Samstarf er m.a. við Umhverfisstofnun og vísindahóp um vöktun og rannsóknir í Þingvallavatni.

Mannvit, verkfræðistofa. Brynjólfur Björnsson Byggingar- og umhverfisverkfræðingur. Erindið fjallar um mögulegar lausnir á hreinsun fráveituvatns bæði náttúrulegar (t.d. tilbúin votlendi) og hefðbundnar (t.d. hripsíur) ásamt umfjöllun um undirbúning framkvæmda.

Á sviði fráveitumála hefur Mannvit sinnt fjölmörgum verkefnum í samstarfi við opinbera aðila og einkaaðila. Þar má t.d. nefna hönnun fráveitulagna, útrása og skólpdælu- og hreinsistöðva, hreinsun ofanvatns, hermun lagnakerfa, fóðrun fráveitulagna og tilraunir með náttúruleg fráveitukerfi.

HAUST Heilbrigðiseftirlit Austurlands. Helga Hreinsdóttir, heilbrigðisfulltrúi, fjallar um reynslu og rannsóknir á Austurlandi, m.a. 4ra þrepa kerfi frá Bólholti notað á Egilsstöðum, viðtaki Eyvindará og Lagarfljót.

Kl 12:30 til 13:15. Matarhlé. Boðið er uppá staðgóða súpu, brauð og kaffi/te.

UST Umhverfisstofnun. Fulltrúi frá Umhverfisstofnun mun fjalla um lög og reglugerðir vatns og fráveitumála.

VAFRÍ vatns of fráveitufélag íslands. Brynjólfur Björnsson kynnir félagið, lausnir sem eru í boði rannsóknir og fengna reynslu.

Hótel Laxá Mývatnssveit. Margrét Hólm Valsdóttir hótelstjóri heldur erindi um nýtt fyrirtæki á svæðinu, umhverfisstefnu og þeirra lausn í fráveitumálum.

Skútustaðahreppur. Guðrún María Valgeirsdóttir sveitarstjóri heldur erindi um stöðuna í dag, vinnu sem er í gangi og stefnumótun til framtíðar.

Kaffihlé í 20 mín 15:00 til 15:20

Söluaðilar: Kynning á lausnum og búnaði, reynsla og framtíðasýn.

Bólholt, Raf efh., Varma og Vélaverk og Borgarplast.

Kl 16:00 til 17:00 Umræður, spurningar og svör.