Roðinn í suðri – Myndir

0
114

Þó svo að eldgosið í Holuhrauni sé vísð fjarri byggð sást gosroðinn frá eldgosinu í gærkvöldi og nótt mjög greinilega víða  í Þingeyjarsýslu. Margir tóku myndir af roðanum og þeirra á meðal var Kristinn Ingi Pétursson á Laugum. 641.is fékk leyfi hjá Kristni Inga til að birta tvær þeirra sem sjá má hér fyrir neðan. Myndirnar tók Kristinn Ingi í fellinu fyrir ofan Fellshlíð og Stafn í Reykjadal í gærkvöldi. Smellið á myndirnar til að skoða stærri útgáfu.

Gosroðinn. Mynd: Kristinn Ingi Pétursson
Gosroðinn. Mynd: Kristinn Ingi Pétursson
Gosroði
Gosroðinn. Ljósin á Stafnsbæjum neðst. Mynd: Kristinn Ingi Pétursson