Róbert Melax vill kaupa Ljósvetningabúð

0
245

Róbert Melax athafnamaður hefur óskað eftir viðræðum við sveitarfélagið Þingeyjarsveit um kaup á félagsheimilinu Ljósvetningabúð. Þetta kemur fram í fundargerð 125. fundar Sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar sem var haldinn 16. maí.

Ljósvetningabúð
Ljósvetningabúð

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í fundargerðinni kemur fram að sveitarstjórn tók jákvætt í erindið og fól hún formanni Félags- og menningarmálanefndar og sveitarstjóra að ræða við Róbert Melax um það.

Róbert á Ystafell í Kinn og samk. heimildum 641.is hefur hann hug á einhverskonar ferðaþjónusturekstri í Ljósvetningabúð, gangi kaupin eftir.