Réttarríkið er brandarabók með úrvali teikninga eftir Þórodd Bjarnason sem flestar hafa áður birst í Morgunblaðinu. Alls eru teikningarnar í bókinni 86 að tölu. Brandararnir fjalla allir um íslensku sauðkindina á einn eða annan hátt.

Á bókarkápu segir: “Sjálfsmynd íslensku þjóðarinnar birtist í óvæntu ljósi í Réttarríkinu eftir Þórodd Bjarnason myndlistarmann. Þrátt fyrir margtúlkaðar víkingarúnir og frumkvöðlahreysti leynir sauðasvipurinn sér hvergi.”
Þeir sem vilja eignast bókina, og fá hana heimsenda, geta sent Þóroddi skilaboð á Facebook síðu Réttarríkisins eða á tölvupósti á thoroddurbjarnason@gmail.com
Á næstunni munu allar nýjustu teikningar Þórodds Bjarnsonar birtast sjálfvirkt á 641.is í sérstökum dálki sem heitir Réttarríkið og er staðsettur hægra megin á vefnum.