Réttar dagsetningar í Suður-Þingeyjarsýslu

0
369

Göngur og réttir eru að hefjast og 641.is birtir hér með lista yfir réttir í Suður-Þingeyjarsýslu. Bárðdælingar byrja en réttað verður í Víðikersrétt og Mýrarrétt í Bárðardal á morgun, laugardaginn 3. september.

Séð yfir Hraunsrétt.
Séð yfir Hraunsrétt.

Sunnudaginn 4. september verður réttað í Árrétt í Bárðardal, Baldursheimsrétt og Hlíðarrétt í Mývatnssveit og Illugastaðarétt í Fnjóskadal.

Listi yfir réttar dagsetningar.

Víðikersrétt í Bárðardal sunnudaginn 28. ágús og lau. 3. sept.
Mýrarrétt í Bárðardal laugardaginn 3. sept. kl. 8.00.
Árrétt í Bárðardal sunnudaginn 4. september
Baldursheimsrétt í Mývatnssveit, sunnudaginn 4. sept.
Hlíðarrétt í Mývatnssveit sunnudaginn 4. sept. kl. 10.00
Illugastaðarétt í Fnjóskadal sunnudaginn 4. sept. kl. 9.00
Fótarétt í Bárðardal mánudaginn 5. sept
Dálkstaðarétt á Svalbarðsströnd laugardaginn 10. sept.
Húsavíkurrétt laugardaginn 10. sep. kl. 14.00
Skógarrétt í Reykjahverfi laugardaginn 10. sept. kl. 14.00
Tungugerðisrétt á Tjörnesi laugardaginn 10. sept.
Gljúfurárrétt í Grýtubakkahr. sunnudaginn 11. sept. kl. 9.00
Hraunsrétt í Aðaldal sunnudaginn 11. sept. kl. 10.00
Lokastaðarétt í Fnjóskadal sunnudaginn 11. sept. kl. 9.00
Mánárrétt á Tjörnesi sunnudaginn 11. sept.
Víkingavatnsrétt í Kelduhverfi laugardaginn 17. sept. kl. 17
Tjarnarleitisrétt í Kelduhverfi sunnudaginn 18. sept. kl. 9.00

(Sé einhver dagsetning röng eða vantar rétt á listann, má senda leiðréttingar á netfangið lyngbrekku@simnet.is)