Réttað í Lokastaðarétt

0
259

Bændur í norðurhluta Fnjóskadals hafa alla vikuna unnið að því að koma fé sínu til bjargar og heim. Þetta eru bændur sem eiga fé út á Flateyjardal og nærliggjandi dölum. Göngum lauk í gær og byrjað var að rétta á sunnudagsmorgni. Það var venju samkvæmt margt fólk í réttinni, og ungir sem aldnir hjálpuðust að. Þetta eru öðruvísi réttir en venjulega, sagði einn viðmælandi,  um leið og bændur eru fegnir að vera komnir með þetta fé heim, er ákveðinn kvíði í mönnum, því það er ennþá óljóst hve margt fé vantar.

allir að hjálpa til

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tryggvi Stefánsson Hallgilsstöðum