Réttað í Illugastaðarétt

0
202

Fnjóskdælingar voru í göngum og réttuðu um helgina. Fyrstu menn leggja af stað á fimmtudegi, keyra þá inn Bárðardal uppá Sprengisandsleið og hefja gönguna á Bleiksmýrardrögum. Þaðan fara tveir menn fótgangandi til norðurs, ganga allan daginn og gista síðan í gangnamannakofanum Bleiksbúð á Bleiksmýrardal. Á föstudagsmorgninum koma svo fleiri á móti með hesta og þá fara tveir menn á Timburvalladal og tveir niður Hjaltadal. Féð er rekið á laugardeginum í Illugastaðarétt og var þangað komið milli kl. 20:00 og 21:00.

Það eru margir sem hafa gaman af að koma í réttir.

 

 

 

 

 

 

 

Fjárdráttur hefst svo kl. 9:00 á sunnudagsmorgni. Þórhallur Hermannsson á Kambsstöðum er fjallskilastjóri og hefur verið það í ca. 25 ár. Að sögn Þórhalls taka á milli 30 og 40 manns þátt í göngunum og giskaði hann á að fjöldi fjár væri um 3.000. Göngufólk var heppið með veður, á laugardeginum var blíðu veður, hvorki of heitt né kalt og gekk allt að óskum. Fjórar útigengnar ær skiluðu sér í réttina og voru þær með lífvænleg og falleg lömb með sér.

menn eru áhugasamir að sjá hvernig fé kemur af fjalli

 

 

og það hjálpast sko allir að, við að draga í dilka.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kambsstaðafjölskyldan hefur haft þann sið til fjölda ára að leigja sér hús á Illugastöðum, og þá dugar ekki bara eitt hús, því fólk er duglegt að koma í réttir. Þau dvelja þar frá föstudegi fram á sunnudag. Þetta er nánast eins og ættarmót segir Þórhallur, þau borða saman og gera úr þessu skemmtilegar samverustundir.

Myndirnar tók: Jónas Reynir Helgason