Reglur um tjónabætur Bjargráðasjóðs vegna hamfaraveðursins í september

0
80

Nýlega staðfesti í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu úthlutunarreglur vegna aðstoðar Bjargráðasjóðs vegna tjóns af völdum óveðursins á Norðurlandi í september sl. Í reglunum kemur m.a. fram að sjóðurinn bætir fjárhagslegt tjón sem hlýst vegna viðgerða á girðingum (umfram hefðbundið viðhald), tjón á búfé og afurðum bújár og fóðurkaupa vegna óvenjulegra aðstæðna af völdum veðursins.

Klakabrynjað lamb á Þeistareykjum.
Mynd Hallgrímur Óli Guðmundsson.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Óbeint tjón, m.a. rekstrartap, töf á framleiðslu eða afhendingu vöru og missir húsaleigutekna, fæst ekki bætt. Héraðsráðunautar eða aðrir trúnaðarmenn Bjargráðasjóðs leggja mat á tjónið skv. reglum.

Hér má finna reglur Bjargráðasjóðs og umsóknareyðublað.

Bændur sem urðu fyrir tjóni eru hvattir til að ganga frá haustuppgjörum sem allra fyrst hafi það ekki þegar verið gert og hafa samband við ráðunauta til að ganga frá umsóknum um bætur sem allra fyrst.   Búgarður.is