Rarik – Við gáfumst upp við að eiga við landeigendur

0
150

“Við gáfumst upp við að eiga við þetta og ákváðum að endurbyggja línuna í staðinn” sagði Árni Grétar Árnason hjá Rarik á Akureyri í spjalli við 641.is í morgun. Rarik hafði áform um að leggja jarðstreng á milli Laxárdals og Reykjadals, þar sem núverandi loftlína er nánast ónýt og komu tvær mögulegar leiðir til greina fyrir jarðstrenginn. En málið strandaði á einum landeiganda á báðum stöðum sem gáfu ekki leyfi fyrir því að leggja jarðstreng í gegnum sitt land. Reynt var ítrekað að semja við umrædda tvo landeigendur, en það bar engan árangur. Aðrir landeigendur sem hlut áttu að máli höfðu gefið leyfi fyrir sitt leiti.

rarik_logo_2010

 

Árni Grétar Árnarson sagði að til stæði að endurbyggja umrædda línu og fjölga staurum í henni á næstunni. Árni reiknaði með að verkið tæki um tvær vikur og yrði byrjað á því fljótlega. Verkið yrði allt unnið á snjó til að draga úr landraski.

 

Loftlínan á milli Laxárdals og Reykjadals ætti því að vera komin í gott stand í vor

Sjá frétt 641.is frá því í gær