Rannveig ráðin í starf lögfræðings hjá Sparisjóði Suður-Þingeyinga

0
843

Rannveig Ólafsdóttir hefur verið ráðin í starf lögfræðings hjá Sparisjóði Suður-Þingeyinga ses og mun hefja störf þann 17. september n.k. Í tilkynningu segir að Rannveig sé með BA gráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands og með MS gráðu í lögfræði frá sama skóla. Hún stundar nú MBA nám við HÍ og mun ljúka því vorið 2019.

Hún hefur verið í starfi fulltrúa sýslumanns á Húsavík frá 2017 og þar áður í afleysingum í lögfræðideild embættisins. Rannveig var skrifstofustjóri Skútustaðahrepps 2016-2017 og rekstrarstjóri hjá Geitey ehf., með námi og starfi síðan 2010.

Helstu verkefni Rannveigar hjá sparisjóðnum verða úrlausn lögfræðilegra álitaefna, bókhald, skýrsluskil til eftirlitsstofnana auk eftirlits með hlítni sjóðsins við lög og reglur.

Sparisjóðurinn býður Rannveigu velkomna til starfa.