Rafokrukerfið í Mývatnssveit verður lagt í jörð

0
89

RARIK hefur tekið ákvörðun um að nánast allt rafmagnsdreifikerfi í Mývatnssveit verði lagt í jarðstreng. Byggja þarf upp kerfið frá grunni eftir tjónið í vetrarveðri síðustu viku. Greint er frá þessu á mbl.is

Unnið að viðgerð á rafmangnslínu við Geiteyjarströnd í Mývatnssveit.
Mynd: Finnur Baldursson

 

 

 

 

 

 

 

 

Fyrirhugað er að þegar búið sé að byggja allt kerfið upp að nýju hafi verið lagðir um 20 km. af jarðstrengjum. Eins og er er um bráðabirgðaviðgerð að ræða þar sem jarðstrengir liggja ofan jarðar en undirbúningur að enduruppbyggingu kerfisins hefst mjög bráðlega.

Tjón RARIK í veðrinu hefur veri metið á 150-200 milljónir en á móti kemur að línuna í Mývatnssveit hafi átt að endurnýja á næstu árum og skaðinn því minni en ella.