Raflínur slitnar og brotnir staurar víða í Þingeyjarsýslu

0
126

Töluverðar rafmangstruflanir urðu í gær og  í dag  í óveðrinu í Þingeyjarsýslu. Spennir við Stórulauga í Reykjadal eyðilagðist og var rafmagnslaust á Stórulaugum og bæjum þar í nágrenninu fram eftir degi. Rafmagn er nú komið á þar. Raflína slitnaði við Bjarnastaði í Bárðardal í gær og varð rafmagnslaust um tíma í öllum Bárðardal. Rafmagn komst aftur á í Bárðardal í morgun en um hádegisbil á Bjarnastöðum.

Bændur í Víðikeri rétt af raflínustaur sem skekktist í septemberóveðrinu í fyrra.
Bændur í Víðikeri rétt af raflínustaur sem skekktist í septemberóveðrinu í fyrra.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Raflínur slitnuð og nokkrir raflínustaurar brotnuðu við Máskot þannig að rafmagnslaust varð í Stafnshverfi í Reykjadal. Einnig brotnuðu staurar í raflínunni sem liggur yfir í Laxárdal og varð rafmagnslaust í Laxárdal vegna þess.

Friðrika Sigurgeirsdóttir bóndi á Bjarnastöðum í Bárðardal sagði í spjalli við 641.is í morgun að mikið hafði snjóað í Bárðardal í morgun og er komin ökkladjúpur snjór á Bjarnastöðum. Snjórinn er blautur og þungur og var Friðrika að berja snjóinn af griðingum þegar 641.is náði tali af henni.

Margir bændur hýstu sinn búpening í gær og þar sem öllum smölunum er lokið er lítil hætta talin á því að búpening hafi fennt í norðanáhlaupnum í þetta sinn.