Ræktun berja – ónýtt tækifæri

0
191

Fræðslufundur um möguleika í ræktun berja í atvinnuskyni verður haldinn í sal stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum, Garðarsbraut 26 á Húsavík miðvikudaginn 7. nóvember kl. 15:30 til 17:30.

Berjalyng

Jón Kr. Arnarson verkefnisstjóri starfsmenntadeildar LbHÍ og Úlfur Óskarsson lektor við LbHÍ kynna möguleika til berjaræktunar í atvinnuskyni og ræða tækifæri í Þingeyjarsýslum.
Þeir eru fulltrúar Íslands í Atlantberry-verkefninu sem hefur að markmiði að skapa grundvöll fyrir ræktun og markaðsfærslu ferskra berja í atvinnuskyni í norður Noregi, Færeyjum, Grænlandi og Íslandi.

Nánari upplýsingar og skráning hjá Erlu Sigurðardóttur í síma 522 9491, erla.sig@nmi.is til og með 5. nóvember.