Rabbarbaradraumórar

0
160

Kl. 16-20 fimmtudaginn 23. júlí. Öll velkomin.

Rabbarbaradraumórar:
Rabbarbari sem uppskera – rabbarbari sem hluti af samfélaginu

Rabarbari hefur verið nýttur af Þingeyingum lengur en elstu menn muna. Flestir þekkja rabararbaragraut og að sjálfsögðu rabarbarasultuna með sunnudagssteikinni. En það eru ýmsir nýir fletir á rabarbara. HÖNNÍN verkefnið, sem er samstarfsverkefni NÍN, Listaháskólans, Háskólans á Akureyri, Þekkingarnets Þingeyinga og Nýsköpunarsjóðs námsmanna, hefur m.a. tekið til skoðunar nýjar leiðir við nýtingu á rabarbara. Afraksturinn er stórskemmtilegur og má fræðast, smakka,, fá innblástur eða bara rabba á HÖNNÍN viðburðinum RABBARBARADRAUMÓRAR að Vöglum fimmtudaginn 23. júlí n.k.

Smakk á rabbarbara reyktum í Svartárkoti
Grafinn og kreistur rabbarbari – kóresk aðferð til varðveislu
Upplifun á heimi undir blöðku rabbarbarans
Samtal um hugsanlega matarframtíð norðan heiða.

Nánari upplýsingar má finna á fésbókinni og hjá Ásu Gunnlaugsdóttur (asa.gunnlaugsdottir@gmail.com / 777 1771).

 

Vegvísir.