PCC BakkiSilikon – Ekki gangsett fyrr en allt virkar eins og það á að gera

Nafnasamkeppni á ljósbogaofnunum fyrir almenning

0
315

PCC BakkiSilicon hélt opinn kynningarfund á Fosshótel Húsavík í gær, þar sem fjallað var um fyfirhugað gangsetningarferli og hvers Húsvíkingar og aðrir nágrannar kísilversins geta vænst á meðan á því stendur.

Í máli forstjóra PCC BakkaSilikon Hafsteins Viktorssonar, kom ma. fram að Kísilverið yrði ekki gangsett fyrr en öll tæki virkuðu örugglega rétt. Fram kom einnig að fyrstu vik­una, eft­ir að verk­smiðjan verður ræst, muni nokk­ur reyk­ur verða sýni­leg­ur og að lykt gæti mögulega borist til Húsavíkur í norðanátt. Nánar má lesa um fundinn hér

Nafnasamkeppni fyrir ljósbogaofna PCC BakkiSilicon – verðlaun í boði

PCC BakkiSilicon hf. hefur ákveðið að efna til nafnasamkeppni á tveimur ljósbogaofnum sem verða teknir í notkun á næstunni. Ljósbogaofn dregur heiti sitt af ljósboganum sem myndast á milli rafskautanna þriggja í ofninum. Það er mikil orka í 24 MW ofnunum og hiti fer upp í u.þ.b. 1600 – 2000°C. Sérstakur áhugi er fyrir nöfnum sem tengja ofnana við svæðið á Bakka og/eða sögu Húsavíkur og næsta nágrennis, en tekið er á móti öllum hugmyndum.

Við óskum eftir því að hver tillaga innihaldi nöfn á báða ofnana.

Nafnatillögur berist á info@pcc.is eða í síma 464-0060 fyrir 8 febrúar næstkomandi.

Vinningstillögur verða valdar af nefnd sem skipuð er:

  • Kristján Þór Magnússon
  • Guðrún Kristín Jóhannsdóttir
  • Sigurjón Jóhannesson
  • Berta María Hreinsdóttir

Tillögum sem berast PCC BakkiSilicon er komið áfram til nefndar nafnlaust.

Verðlaun verða veitt vinningstillögu. Einnig verða tvenn aukaverðlaun í boði.