Páskar í Mývatnssveit.

0
178

Um páskana verður vegleg dagskrá að vanda í Mývatnssveit, Hótel Reynihlíð og Gamla bænum.
Gamli bærinn verður opnaður miðvikudaginn 27. mars eftir vetrahvíld. Tilboð verða í gangi, bæði í mat og drykk alla páskadaga og er sjón sögu ríkari. Á miðvikudagskvöldið mæta þeir félagar, Stebbi Jak. og Ottó Páll og skemmta gestum og gangandi eins og þeim er einum lagið frá klukkan 22.00. Það er tilvalið að byrja páskafríið með því að bregða undir sig betri fætinum og næra bæði líkama og sál í Gamla bænum.

gamlibaerinn

Píslargangan umhverfis Mývatn verður gengin í nítjánda sinn á föstudaginn langa og hefst gangan við Hótel Reynihlíð klukkan níu um morguninn. Leiðin er 36 km löng og gengur hver á sínum forsendum og sínum hraða. Í lok göngunnar er upplagt að koma við í Gamla bænum og fá sér góða hressingu.

 
Stórkostlegir möguleikar eru þegar kemur að útivist í Mývatnssveit. Hægt er að fara í sleðaferðir um fjöllin, gönguskíðabrautir eru troðnar, skíðalyfta í Kröflu og loks er hægt að ganga um og njóta fallegrar náttúru Mývatnsveitar og að sjálfsögðu er slökun í Jarðböðunum nauðsynleg eftir góða útivist. Hægt er að bóka vélsleðaferðir fyrir litla hópa og leigja gönguskíði í Hótel Reynihlíð. Hverjum degi lýkur svo með sælkeramáltíð í veitingahúsinu „Myllunni“ Hótel Reynihlíð þar sem bragðlaukarnir fá að njóta sín.

hotelreynihlid
Hin árlega tónlistarhátíð Músík í Mývatnssveit verður að venju haldin um páskana. Yfir fyrri tónleikunum sem haldnir verða í Skjólbrekku á skírdag, 28. mars kl. 20 svífur andi Vínartónlistarinnar og verður sérstakur gestur á þeim tónleikum Björn Jónsson, tenór.
Síðari tónleikarnir verða í Reykjahlíðarkirkju á föstudaginn langa 29. mars kl. 21.00. Þar verða meðal annars flutt lög eftir Ingibjörgu Guðlaugsdóttur sem ættuð er úr Garði við kvæði ömmu hennar Jakobínu Sigurðardóttur ásamt tónlist eftir Vivaldi og Rossini.
Flytjendur á tónlistarhátíðinni eru, Þóra Einarsdóttir sópransöngkona, Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari, Einar Jóhannesson klarinettuleikar og Hávarður Tryggvason kontrabassaleikari og Aladár Rácz píanóleikari.

Sértilboð verða alla páskadagana á mat og drykk í Gamla bænum. Páskatilboð Hótels Reynihlíðar er veglegt, en upplýsingar um það má finna á heimasíðunni www.myvatnhotel.is