Páskahelgihald í Laufásprestakalli 2015.

0
102

Fréttatilkynning:

Miðvikudagur 1. apríl kl. 20:00 í Svalbarðskirkju. Svavar Knútur leikur og syngur. Aðgangseyrir 2000kr.  1000kr. fyrir öryrkja og eldri borgara. Frítt fyrir 16 ára og yngri.

Föstudagurinn langi 3. apríl. Föstuganga í Laufásprestakalli. Gengið frá Svalbarðskirkju kl. 11.00, Végeirsstöðum í Fnjóskadal kl. 11.00 og Grenivíkurkirkju kl. 12.30 í Laufás.  Súpa og tónleikar í Laufási.  Hjalti og Lára leika og syngja í Laufáskirkju kl. 14.30.  Veðurspá góð.
Föstudagurinn langi 3. apríl kl. 16.00. Passíusálmalestur á Grenilundi. Petra Björk Pálsdóttir leikur á orgelið.

Páskadagur 5. apríl
Páskaguðsþjónusta með fermingu í Grenivíkurkirkju kl. 8.00. Fermingarsveinn: Ingólfur Birnir Þórarinsson á Grund. Morgunverður í skóla í boði kirkjukórs að lokinni guðsþjónustu.
Páskaguðsþjónusta í Svalbarðskirkju kl. 11.00
Páskaguðsþjónusta í Þorgeirskirkju kl. 14.00
Páskaguðsþjónusta með fermingu í Lundarbrekkukirkju kl. 16.00. Fermingarstúlka: Elín Heiða Hlinadóttir í Svartárkoti.
Páskaguðsþjónusta í Hálskirkju kl. 20.00.

Kristur er upprisinn! Kristur er sannarlega upprisinn! Guð gefi okkur öllum bjarta og vonarríka páskahátíð!!

Bolli Pétur Bollason.

Jesús-Kristur 2015