Parkour-félag stofnað á Laugum

0
246

Í nóvember hóf hið nýstofnaða Parkour-félag við Framhaldsskólann á Laugum að bjóða upp á Parkour þjálfun undir leiðsögn Hjartar Kristjáns Hjartarsonar. Námskeiðin hafa verið mjög eftirsótt og hefur aðsókn aukist verulega samhliða auknum sýnileiki íþróttarinnar á undanförnum árum.

Parkour-félagið gaf íþróttahúsinu á Laugum nokkra glænýja fótbolta í vikunni og veitt Jón Friðrik Benónýsson íþróttakennari og húsvörður í íþróttahúsinu á Laugum þeim viðtöku.

Bjarni Þór Gíslason og Leó Páll Gunnarsson úr stjórn Parkour-félagsins afhenda Jóni Friðrik Benónýssyni fótboltanna.
Bjarni Þór Gíslason og Leó Páll Gunnarsson úr stjórn Parkour-félagsins afhenda Jóni Friðrik Benónýssyni fótboltanna.

Parkour námskeiðin byggjast á því að læra að sneiða fram hjá hindrunum með því að stökkva, klifra og rúlla, ásamt því að beita öðrum aðferðum. Snerpa skiptir sköpum við framkvæmd æfinganna og er ítarlega farið í öll tækniatriði í þeim tilgangi að yfirstíga allar hindranir. Í dag leggja um 39 manns stund á íþróttina á Laugum og fer þeim fjölgandi.

Í stjórn Parkour-félagsins eru þeir Leó Páll Gunnarsson – Markaðsfulltrúi, Tómas Guðjónsson – Gjaldkeri, Bjarni Þór Gíslason – Ritari og Hjörtur Kristján Hjartarson – formaður.

Parkour-félagið á Laugum vill óska öllum landsmönnum gleðilegra jóla og farsæld á komandi ári.

Leó Páll Gunnarsson - Markaðsfulltrúi, Tómas Guðjónsson - Gjaldkeri, Bjarni Þór Gíslason - Ritari. Á myndina vantar Hjört Kristján Hjartarson - Formann.
Leó Páll Gunnarsson – Markaðsfulltrúi, Tómas Guðjónsson – Gjaldkeri, Bjarni Þór Gíslason – Ritari. Á myndina vantar Hjört Kristján Hjartarson – Formann.