Óvissu­stig vegna Bárðarbungu

0
123

Rík­is­lög­reglu­stjóri hef­ur í sam­ráði við lög­reglu­stjór­ana á Hvols­velli og Húsa­vík ákveðið að lýsa yfir óvissu­stigi vegna jarðhrær­inga í Bárðarbungu á Vatna­jökli.

Jarðskjálftahrina við Bárðarbungu 16. ágúst 2014. Mynd veðurstofa Íslands
Jarðskjálftahrina við Bárðarbungu 16. ágúst 2014. Mynd veðurstofa Íslands
Frá því í nótt hef­ur verið viðvar­andi jarðskjálfta­hrina í Bárðarbungu sem stend­ur enn yfir. Jarðvís­inda­menn og viðbragðsaðilar hafa verið upp­lýst­ir og fylgj­ast vel með fram­vindu mála, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

Óvissu­stig al­manna­varna þýðir að aukið eft­ir­lit er haft með at­b­urðarrás sem á síðari stig­um gæti leitt til þess að heilsu og ör­yggi fólks, um­hverf­is eða byggðar verði ógnað. Að lýsa yfir óvissu­stigi er hluti af verk­ferl­um í skipu­lagi al­manna­varna til að tryggja form­leg sam­skipti og upp­lýs­inga­gjöf á milli viðbragðsaðila. (mbl.is)