Hulda Kristjánsdóttir og Sveinbjörn Þór Sigurðsson bændur á Búvöllum í Aðaldal fengu óvenjulegan gest heimsókn í vélaskemmuna á bænum í gær. Var þar á ferðinni Brandugla sem var að elta einhvern smáfugl sem flug inn í skemmuna til að forða sér undan uglunni, þar sem skemman stóð opin. Uglan elti smáfuglinn inn í skemmuna en komst svo ekki út og flögraði því um í skemmunni og reyndi að komast út um stafnglugga sem er í hinum endanum á skemmunni , sem var lokaður. Hulda Kristjánsdóttir heyrði að eitthvað gekk á í skemmunni og fór að athuga hvað væri um að vera.

Sveinbjörn Þór kom það líka að og setti upp vinnuvettlingana og tókst að klófesta ugluna við illan leik. Hún barðist um á hæl og hnakka og reyndi að bíta og klóra Sveinbjörn.
Þau horfðust í augu um stund, uglan og Sveinbjörn, þar til Sveinbjörn setti ugluna upp í tré. Þar sat hún í stutta stund og flaug svo eitthvað út í buskann.
Sveinbjörn, sagði í stuttu spjalli við 641.is, að sér hefði komið mest á óvart hve lítil og létt uglan hafi verið og hve erfitt hefði verið að halda á henni þar sem hún reyndi alltaf að bíta og klóra. “Þetta er ekkert nema fiður og vængir” bætti Sveinbjörn við.