Óvenjuleg flugbraut

0
65

Hvað gera menn þegar flugbrautin heima er á kafi í snjó og ferja þarf litla flugvél heim ? Nú, menn moka bara snjó af sléttasta túninu og útbúa nýja flugbraut í staðinn. Frekar einfalt mál, eða það fannst amk. Eiði Jónssyni í Árteigi þegar hann flaug vélinni sinni heim í morgun frá Aðaldalsvelli, þar sem hún hafði verið í geymslu í vetur.

Lendingin á túninu. Skjáskot.
Lendingin á túninu. Skjáskot.

 

 

 

 

 

 

 

Eiður hafði meðferðis litla myndatökuvél sem hann kom fyrir í framrúðunni í vélinni. Á jörðu niðri var sonur hans með aðra tökuvél sem tók lendinguna upp. Síðan var útbúið myndband þar sem myndunum var skeitt saman, sem sjá má hér fyrir neðan. Í vetur var flugskýlið í Árteigi fært til og endurbætt og því var umrædd flugvél geymd á meðan í skýli á Aðaldalsflugvelli. Þar sem flugskýlið í Árteigi var nú tilbúið var vélinn flogið heim í morgun.

Menn deyja ekki ráðalausir í Árteigi.