Verkefnisstjórn söfnunarinnar “Gengið til fjár” sem stóð fyrir söfnunarátaki eftir óveðrið norðanlands sl. haust hefur ákveðið að efna til tveggja samkepnna sem tengjast óveðrinu. Þessi verkefni marka jafnframt lokapunktinn í starfi verkefnisstjórnarinnar.

Mynd Hallgrímur Óli Guðmundsson.
Fyrri samkeppnin nefnist “Óveðurspeysan” og er í samvinnu við Ístex og Landssamtök sauðfjárbænda. Þar er keppt um að hanna peysu úr íslenskri ull með þemanu óblíð veðrátta. Nánar hér Sú síðari er í samvinnu við Bændablaðið og LS og þar er um að ræðað ritgerðasamkeppni um forystufé þar sem fjalla skal um forystufé og einstaka hæfileika þess í texta – að hámarki 1.000 orð. Nánar hér
Skilafrestur er í báðum tilvikum til 1. október í haust. Verðlaun verða afhent fyrsta vetrardag þ.e. laugardaginn 26. október. Vegleg verðlaun verða veitt í báðum tilvikum, peningaverðlaun, ferðavinningar, værðarvoðir og fleira. Sérstakar dómnefndir munu meta innsend framlög í báðum keppnum. [scroll-popup-html id=”11″]