Óvæntur gestur í fjárhúsunum í Sandfellshaga 2

0
234

Kindurnar hennar Önnu Englund bónda í Sandfellshaga 2 í Öxarfirði fengu óvæntan gest í heimsókn til sín í fjárhúsin sl. nótt. Brandugla nokkur sem hefur verið að þvælast í nágrenni fjárhúsanna í Sanfellshaga 2 að undanförnu, flaug inn í fjárhúsin og settist á garðaband á einum af görðunum. Anna hafði sett upp öryggismyndavél í fjárhúsin til þess að fylgjast með óbornu ánum og var litið á tölvuskjáinn í nótt, í þann mund sem uglan settist á garðabandið. Þá náði Anna þessari skemmtilegu mynd.

Uglan situr á garðabandinu.
Uglan situr á garðabandinu.

Ærnar kipptu sér ekki upp við ugluna til að byrja með en að lokum stóðu þær á fætur til þess að athuga hvaða aðskotadýr þetta væri, sagði Anna í spjalli við 641.is. Þá flaug uglan á brott.

Algengt er að smáfuglar flögri um í fjárhúsum og stundum gera þeir sér hreiður inn í þeim. Afar sjaldgæft er að stærri fuglar komi í heimsókn og hvað þá að það náist mynd af þeim.